Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf sími 570-4824.
Tækifæri fyrir laghenta. Húsið hefur verið í endurbótum og er rúmlega fokhelt að innan.Reisulegt og afar sjarmerandi 249,9 fm einbýlishús með byggingarár 1896 auk 31,5 fm bílskúrs með byggingarár 1946, samtals 281,4 fm.
Húsið selst í því ástandi sem það er í dag, á undanförnum árum hefur staðið yfir vinna að endurbótum að innan, m.a. hefur grind af stiga milli hæða verið sett upp, styrktarsúlum komið fyrir undir gólfi í risi og ný rafmagnstafla sett upp.
Núverandi eigandi endurnýjaði skolplögn undir húsi og í bílskúr, gólf á miðhæð og í risi hafa verið löguð, ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar og drenlögnum komið fyrir meðfram þremur hliðum húss. Á lóðinni er steinsteyptur veggur þar sem gert er ráð fyrir niðurfelldum heitum potti, fjöldi ídráttarröra í lóðinni.
Bílskúr er einangraður að innan, ídráttarrör eru fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn komið í bílskúr. Bíslag milli húss og bílskúrs er óeinangrað.
Útitröppur er búið að brjóta niður, húsið er án allra innréttinga, innihurða og gólfefna, klára þarf uppsetningu milliveggja og ganga frá baðherbergjum að öllu leyti.
Söluyfirliti fylgir lóðaruppdráttur/tillaga í þrívídd sem unnin var af Teiknistofunni Apparat. Þær endurbætur sem seljandi hefur ráðist í inni:Ný rafmagnstafla
Endurnýjuð hitaveitugrind og ofnalagnir
Skolplögn endurnýjuð í kjallara
Skolp og ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn komið fyrir í bílskúr
Búið að styrkja gólf á efstu hæð
Þær endurbætur sem seljandi hefur ráðist í að utan:Skoplögn endurnýjuð út í götu, brunnur í garði
Skolp og ídráttarrörum komið fyrir á pottasvæði (rafmagn og vatn)
Húsið er drenað á öllum hliðum nema við Vesturgötu
Ídráttarrör fyrir hleðslustöð við Vitateig
Ídráttarrör fyrir garðlýsingu á ýmsum stöðum
Samkvæmt bæjar- og húsakönnun á Skipaskaga sem gefin var út árið 2009, þá er getið um húsið sem gengur undir nafninu Læknishúsið á Vesturgötu 40, sem reist er af Guðmundi Jakobssyni (1860-1933) formsmiði árið 1896. Akraneskirkja var reist eftir updráttum Guðmundar og byggð á árunum 1895 til 1896.
Athygli kaupenda er vakin á því að seljandi selur húsið eins og það er í dag, þurfi að breyta teikningum eða annað sem snýr að endurbótum, gerir kaupandi það á sinn kostnað. Fasteignasala er ekki kunnugt um hvort það hvíli skylda á kaupendum að útvega byggingastjóra til þeirra hluta sem eftir er að ljúka við að innan og ráðleggur kaupendum að afla sér frekari upplýsinga áður en gengið er til samninga. Öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru friðuð.Allar nánari uppl. veitir Hákon á [email protected]