Gjaldskrá
Gjaldskrá vegna kaupa og sölu á fasteign:
- Söluþóknun íbúðar og atvinnuhúsnæðis í einkasölu er 1,95 % af söluverði og 2,5% af fasteign í almennri sölu, til viðbótar leggst ofan á
virðisaukaskattur sem nú er 24%.
- Söluþóknun á sumarhúsum er hinn sama og á íbúðarhúsnæði en að lágmarki kr. 380.000.- án vsk.
- Verðmat á húsnæði sem er ekki til sölumeðferðar er að lágmarki kr. 39.680.- með vsk. Verðmat utan Akraness er samið um fyrirfram og eru breytilegt eftir staðsetningu hins metna.
- Aðstoð við kaup á fasteign
vegna eigna sem ekki eru í sölu hjá Valfelli fasteigamiðlun er samið um sérstaklega fyrirfram.
- Skjalagerð og aðstoð vegna
skjalafrágangs milli hlutaðeigandi miðast við umfang verks þó aldrei lægra en
kr. 380.000.- án vsk.
- Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum er samið um sérstaklega fyrirfram.
Auglýsingar og gagnaöflun:
- Seljandi fasteignar sem setur eign sína á sölu greiðir kr. 29.900,- m/vsk fyrir að setja eignina á söluskrá. Innifalið í því gjaldi er m.a. skoðun eignarinnar, ljósmyndun, verðmat, stofnupplýsingar frá Þjóðskrá, veðbandayfirlit, staða áhvílandi lána ef því er að skipta, þinglýst skjöl vegna hins selda og skráning eignar á helstu fasteignavefi. Gjaldið er greitt þegar eignin er seld eða er tekin úr sölu.
Umsýsla vegna kaupa og sölu fasteigna:
- Umsýslugjald vegna skjala er ekki innheimt vegna kaupa eða sölu fasteigna.
Ýmis ákvæði :
- Virðisaukaskattur er nú 24,0 % og er til viðbótar allra gjalda samkvæmt gjaldskrá nema annað sé tekið fram.
- Athygli er vakin á því að ekki er um tæmandi upptalningu á gjaldskrá fyrirtækisins að ræða þar sem verkefnin geta verið mismunandi. Þau atriði sem ekki eru talin upp hér skulu aðilar semja um skriflega áður en viðkomandi verkefni er innt af hendi.
- Gjaldskrá þessi tekur gildi frá janúar 2016.