Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf sími 570-4824.
Til afhendingar í júlí 2025 Álfalundur 33 endaraðhús með 33.1 fm bílskúr alls 167.2 fm. Álfalundur 33 til 43, eru glæsileg raðhús á einni hæð. Húsin eru byggð úr forsteyptum einingum með dökkri steiningu. Þak er einhalla skúrþak með PVC dúk. Þakkantar klæddir með áli. Gluggar og útihurðir eru samsett timbur-ál gluggar gráir að lit að utan en hvítir að innan. Bílskúrshurð er einingahurð.
Húsin seljast fullbúin að utan og innan, lóð og innkeyrsla frágengin. Hitalagnir í innkeyrslu.
Innan hvers húss eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, eitt herbergi með fataskápum, og fataherbergi með fatskápum og baðherbergi inn af hjónaherbergi. Aðalbaðherbergið er inn af gangi, bæði baðherbergi flísalögð að hluta, bæði með blöndunartækjum, öryggisgleri og innréttingu. Gólfhiti í öllum rýmum.
Eldhús og stofa í alrými með uppteknu lofti, úr stofu er gengið út á steyptan sólpall með skjólvegg. Sjónvarpsstofa inn af holi.
Húsin við Álfalund 33-43 eru byggð á sama hátt og húsin við Akralund 33-51, með einhverjum breytingum eins og eldaeyju, vínylparketi í öllum nýju húsunum og ekki allir garðveggir steinaðir.Vínilparket á öllum gólfum nema baðherbergjum og forstofu, þar eru flísar. Í bílskúr er epoxy steinteppi. Rúmgóður bílskúr með geymslulofti. Loftskiptikerfi er í öllum húsunum. Loftadúkur í loftum, nema á baðherbergjum og bílskúr.
Húsið er afhent með lokaúttekt í júlí 2025.
Tengidós fyrir rafmagnshleðslustöð. Ídráttarrör lagt fyrir heitan pott innan sólpalls við skjólvegg. Útilýsing á húsi fylgir. Lóðin fyrir Álfalund 33 til 43 er sameiginleg. Vísað er í skilalýsingu varðandi allan frágang eignar við afhendingu. Ef misræmi er í texta hér að ofan og skilalýsingu gildir skilalýsing fram yfir texta hér að ofan.
Allar nánari uppl. veitir Hákon á [email protected]