Vesturgata 66, 300 Akranes
54.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
211 m2
54.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1908
Brunabótamat
52.820.000
Fasteignamat
40.500.000

Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf Kirkjubraut 2 Akranesi sími 570-4824.


Fallegt og afar reisulegt, mikið endurnýjað timburhús á þremur hæðum 179,5 fm auk 32,2 fm bílskúrs alls 211,7 fm. Fallegur garður með stórum sólpalli og heitum potti. 

Í risi er sjónvarpshol og hjónaherbergi með viðrunarsvölum. Gólf eru parketlögð.
Hæðin: Í forstofu er fatahengi. Baðherbergi inn af forstofu með sturtu. Hol, stofa og borðstofa mynda eitt samfellt rými. Eldhús með vel með farinni  innréttingu og borðkróki. Úr eldhúsi er stigi upp í ris og niður í kjallara (einnig er sérinngangur í kjallara frá sólpalli. Inn af eldhúsi er flísalögð sólstofa, sem byggð var 2004. Parket og flísar á gólfum hæðarinnar.
Í kjallara eru tvö svefnherbergi, bæði ágætlega rúmgóð. Gesta snyrting og þvottahús. Úr þvottahúsi er innangengt í bílskúr og auka svefnherbergi. 
Í heild fallegt og mikið endurnýjað hús, staðsett upp í lóð. Húsið getur verið laust fljótlega. Bílskúr byggður 1997, fullbúinn með geymslulofti,  gólf með lituðu floti.  
Endurbætur á liðnum árum: -hellulögð stétt að palli sumarið 2019, -baðherbergi á miðhæð og forstofa tekin í gegn árið 2014, hiti í gólfi í forstofu,-lítið baðherbergi í kjallara endurnýjað að hluta árið 2018, -bílskúr tekinn allur í gegn árið 2015, klædd loft, sett eldvarnarhurð og geymsluloft. -pallurinn málaður og gluggar að utan í kjallara, miðhæð og bílskúr sumarið 2019, -grindverk og þakkantur á bílskúr málað sumarið 2019.  Frárennslislagnir frá 1997, klæðning á húsi og þaki frá 2003, vatnslagnir og rafmagn frá 1992. 

Athugið!
Tilboð með fyrirvara um að tilboðsgjafi eigi eftir að selja eign til að geta staðið við kaupin, er tilboðshafi ekki tilbúinn að samþykkja.  

Allar nánari uppl. veitir Hákon á [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.